Athugasemdir varðandi Beykiskóga 19
Málsnúmer2106126
MálsaðiliMardalur ehf.
Tengiliður
Sent tilAkranes Email;Skipulags- og umhverfissvið
SendandiSirry Eva
CC
Sent12.09.2021
Viðhengi
Góðan dag

Fyrir hönd húsfélags og íbúa Asparskóga 13 sendi ég hér með athugasemdir og kvörtun varðandi fyrirhugaða hækkun Beykiskóga 19 úr fjórum hæðum í fimm. 

Við erum öll á þeirri skoðun að þessi hækkun mun hafa mikil áhrif á íbúa Asparskóga 13 og þar með talið íbúa annara blokka í götunni. 

Við teljum hækkunin mun taka mikið af sól og birtu inn til íbúa Apsarskóga 13, þá sérstaklega þeirra sem eru á neðri hæð. Það yrði því mikil óánægja ef hækkunin myndi verða að raunveruleika. 

Sömuleiðis viljum við koma því á framfæri að meðal íbúa Asparskóga 13 er nú þegar mikil óánægja vegna núverandi hæð blokkarinnar, 4 hæðir þar sem flestar blokkir á Asparskógum og í þessu hverfi eru flestar tvær hæðir (fyrir utan þriggja hæða og nýju blokkarinnar við nýja leikskólann). Við erum á þeirri skoðun að ef blokkin skyldi verða fimm hæðir myndi það eyðileggja þetta huggulega hverfi sem er verið að klára. 

Húsfélag Asparskóga 13
Sigríður Eva Þorsteinsdóttir
Ellert Hjelm Gestsson
Aníta Laufeyjardóttir
Sigurjón Logi Bergþórsson
Dagur Alexsson
Ester María Ólafsdóttir
Arnar Jónsson
Hildur Björk Þórðardóttir
Magnus Jensson
Guðrún Cartsensdóttir
Þórður Magnússon
Vilhjámur Óskarsson
Valdís Ósk Hilmisdóttir
Guðmundur Páll Ásmundsson